Þemavika

16.-20.mars voru 5. 6. og 7.bekkur með þemavikur um 5 heimsálfur; Asíu, Afríku, s-Ameríku,           n-Ameríku og Ástralíu eða Eyálfu. það var farið á milli stofa og í hverri stofu var ein heimsálfa.

Í Asíu lærðum við filipiskan þjóðdans, við lærðum líka að búa  til svani úr eplum, við horfðum líka á fræðslumyndband um Kína og við fórum í vefrallý um Asíu. Mér fannst Asía mjög skemmtileg heimsálfa, en það var skemmtilegast að læra dansinn.

Í Suður-Ameríku hlustuðum við á fyrirlestur, lærðum líka dans og gerðum vinabönd. Það var svona frekar skemmtilegtað læra um suður-Ameríku, en skemmtilegast að gera vinaböndin.

Í Afríku máluðum við mynd af einhverju sem tengdis Afríku, hlustuðum á fyrirlestur um Tanzaníu og lærðum líka afrískan gleðidans. Það var svona ágætt að vinna verkefnin sem voru í Afríku, en það var skemmtilegast að mála myndina.

Í Ástalíu/Eyjaálfu hlustuðum við á fyrirlestur, svo átti líka að smíða til boomerang og teikna mynd í anda frumbyggja Ástralíu, sem mér fannst skemmtilegt og þær voru líka svolítið skrítnar myndir því að þær voru allar í einhverjum punktum.

í Norður-Ameríku hlustuðum við á fyrirlestur, bjuggum til "draumafangara" (einskonar net sem frumbyggjar trúðu að fangaði vonda drauma svo þeir komu aldrei aftur), og áttum að skrifa um Bandaríkinn. mér fannst ekkert sérstakt þar.

Mér fannst gaman í þemavikunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björk Haraldsdóttir

Agnes þetta með að móðga kennarana er allt í lagi. Auður sagði við mig að það væri gott hjá mér að láta skoðun mína í ljós en það er rétt hjá þér að ég var full hörð við kennarana. kv Björk

Björk Haraldsdóttir, 29.5.2009 kl. 19:35

2 Smámynd: Valdís Auður

Vá, flott frásögn Agnes! :)
og þetta lítur mjög vel út :D
sjáumst

-Valdís Auður

Valdís Auður, 4.6.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Agnes Davíðsdóttir

Höfundur

Agnes Daviðsdóttir
Agnes Daviðsdóttir
Halló! Ég heiti Agnes, ég er 12 ára og þetta er skólabloggið mitt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband