Fuglar

Í náttúrufræði gerði ég powerpoint verkefni um fugla á Íslandi. ég lærði mjög mikið um íslenska fugla, og hér fyrir neðan eru glærurnar.


Evrópa

Ég var að læra um Evrópu og gerði mögr verkefni sem tengdust henni, en m.a. gerði ég powerpoint glærur um Serbíu og photostory myndband um Spán.

 


Stærðfræði-hringekja

Á föstudögum förum við, árgangurinn, í "Stærðfræði-hringekju", þá byrjum við í okkar stofum og erum þar í nokkurn tíma, og förum svo í næstu stofu. Í hverri stofu gerum við mismunandi verkefni.

Í stofunni minni (hjá Auði) eru oft frekar "venjuleg" verkefni, heilabrot eða þannig. Í næstu stofu  (hjá Önnu) gerum við frekar óhefðbundin stærðfræðiverkefni t.d. ljóð um stærðfræði, og í síðustu stofunni (hjá Helgu) höfum við gert margs konar verkefni eins og að finna mynstur í margföldunartöflunum o.fl en mér finnst skemmtilegast í heilabrotunum.

Mér finnst þessi hringekja góð tilbeyting, bæði það að verkefnin eru skemmtilegri, við megum vinna saman og við fáum að standa upp og gera mismunandi hluti.


Landafræði - Evrópa

Á miðönn hef ég verið að læra mikið í landafræði. Ég átti m.a. að gera Power Point glærur um land í Suðuraustur-Evrópu sem ég þekkti ekki mikið um. Þar valdi ég að skrifa um Serbíu, og gekk ágætlega... Það átti líka að gera Photo Story myndband um land að eigin vali í Evrópu en það mátti ekki vera eitt Norðurlandanna og ég valdi Spán, ég er hins vegar ekki ánægð með það verkefni! Ég varð pirruð v.þ.a. ég var alltaf á eftir hinum í bekknum og gerði verkefnið þess vegna illa! Mér fannst þetta ekkert of skemmtilegt, en bara vegna þess að mér gekk illa. Mér fannst sammt allveg skemmtilegt að lesa í bókinni Evrópa.


Þemavika

16.-20.mars voru 5. 6. og 7.bekkur með þemavikur um 5 heimsálfur; Asíu, Afríku, s-Ameríku,           n-Ameríku og Ástralíu eða Eyálfu. það var farið á milli stofa og í hverri stofu var ein heimsálfa.

Í Asíu lærðum við filipiskan þjóðdans, við lærðum líka að búa  til svani úr eplum, við horfðum líka á fræðslumyndband um Kína og við fórum í vefrallý um Asíu. Mér fannst Asía mjög skemmtileg heimsálfa, en það var skemmtilegast að læra dansinn.

Í Suður-Ameríku hlustuðum við á fyrirlestur, lærðum líka dans og gerðum vinabönd. Það var svona frekar skemmtilegtað læra um suður-Ameríku, en skemmtilegast að gera vinaböndin.

Í Afríku máluðum við mynd af einhverju sem tengdis Afríku, hlustuðum á fyrirlestur um Tanzaníu og lærðum líka afrískan gleðidans. Það var svona ágætt að vinna verkefnin sem voru í Afríku, en það var skemmtilegast að mála myndina.

Í Ástalíu/Eyjaálfu hlustuðum við á fyrirlestur, svo átti líka að smíða til boomerang og teikna mynd í anda frumbyggja Ástralíu, sem mér fannst skemmtilegt og þær voru líka svolítið skrítnar myndir því að þær voru allar í einhverjum punktum.

í Norður-Ameríku hlustuðum við á fyrirlestur, bjuggum til "draumafangara" (einskonar net sem frumbyggjar trúðu að fangaði vonda drauma svo þeir komu aldrei aftur), og áttum að skrifa um Bandaríkinn. mér fannst ekkert sérstakt þar.

Mér fannst gaman í þemavikunni.

 


Finnland

Allir í bekknum mínum, 6.AÖ, áttum að velja okkur eitt af norðurlöndunum og ég valdi Finnland. Ég valdi það eiginlega bara vegna þess að mér fannst tungumálið (finnska) svo fyndin og ég vildi vita eitthvað um það.

Ég gerði Kynningarmyndband um Finnland. Mér fannst skemmtilegt að vinna með það og ef þið hafið áhuga þá getur þú skoðað það hér.


Jarðvísindi

Í jarðvísindum, hjá Önnu, var skipt í hópa og ég lenti með Björk. Við völdum við að skrifa um eldfjallið Kötlu og kynna það með power point glærum. Því miður var ég veik (með hausverk) mest alla tímana þannig að Björk þurfti að vinna mjög mikið Frown (og ég mjög lítið GetLost). Svo áttum við að kynna verkefnið en þá var ég ekki búin að æfa kynninguna neitt !!! þannig að ég þurfti að gera það í einum grænum. Mér fannst gaman í jarðvísindatímunum (eða þeim sem ég gat mætt í).


Hringekja

Við krakkarnir í 5. og 6.bekk vorum í hringekju og vali. í henni gerðum við mjög margt og merkilegt. Mér fannst bara fínt og það var talað um marga hluti sem mér finnst mikilvægt að fólk viti, t.d. eins og um Ghandi. En hins vegar voru sumir kennarar sem byrjuðu að tala um eitthvað sem tengdist málinu ekki neitt (þá varð ég svolítið ringuð). Grin En á flestum stöðum var allt í lagi.                         En það er gaman að vera í hringekju og vali því það er öðruvísi en venjuleg kennsla og mér finnst mikilvægt að fá að breyta til stundum, annars fær maður MJÖG MIKLA leið á náminu.


Eglu verkefni

Síðustu vikur hef ég verið að gera hópverkefni úr bókini Eglu. Það voru 3 saman í hóp, ég var með Andra og Dagbjörtu. Við áttum að veljaþrjú verkefni úr sjö greindum, hópurinn minn gerð leikföng, leikrit og við skrifuðum eitthvað smá um skoðun okkar á hegðun Egils. Svo komu fireldrar okkar og við kynntum verkefnin fyrir þeim (en hins vegar var ég og Dagbjört vorum kynnar svo að Andri kynnti verkefnið okkar fyrir foreldrunum). mér fanns þetta vera bara frekar skemmtilegten ég mindi ekki vilja gera þetta aftur!Grin

Snorri Sturluson

P7140047Ég og bekkurinn minn var að læra um og lásum bókina um Snorra Sturluson, mér fannst bókin svona ágæt. Við fórum líka í Reykhollt þar sem við hittum mann sem sagði okkur margt um Snorra og sáum líka m.a. einskonar "heita pott" sem hann baðaði sig í, mér fannst fyndið að hann var búinn að gera einskonar göng frá húsinu sínu að "pottinum" svo að það væri einfallt að fara í "pottinn" í hvaða veðri sem  er, gröfina hans og rústir af kjallaranum sem hann var drepinn í,mér fannst það skemmtilegt. Svo kom Einar Kárason sem veit margtum Snorra og sagði okkur nokkur aðalatriði.


Næsta síða »

Um bloggið

Agnes Davíðsdóttir

Höfundur

Agnes Daviðsdóttir
Agnes Daviðsdóttir
Halló! Ég heiti Agnes, ég er 12 ára og þetta er skólabloggið mitt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband